Saga stofunnar hófst þegar Teitur Jónsson kom heim frá tannréttinganámi í Osló og hóf störf við tannréttingar á Akureyri. Fyrst var stofan til húsa að Glerárgötu 20, en frá 1980 til 2017 að Glerárgötu 34. Þjónustusvæði stofunnar er allt Norður- og Norðausturland.
Gísli Einar tók við rekstri stofunnar sumarið 2009, en starfsliðið er óbreytt og eftir sem áður er markmiðið að veita tannréttingaþjónustu í hæsta gæðaflokki. Haustið 2017 fluttist stofan á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs.
Tannréttingastofan er rekin undir firma nafninu Odont slf. kt. 541210-0670 og er skráð sem slíkt hjá Fyrirtækjaskrá.
Heimilsfang: Gleráreyrar 1, Glerártorg efri hæð, 600 Akureyri
Sími: 462 4749
Tölvpóstur: mottaka@tannretting.is
Tannréttingastofan er rekin með leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra, Geislavörnum Ríkisins, Tannlæknaleyfi frá Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðherra og Sérfræðileyfi til tannréttinga frá Landlækni.
Samfara náminu í Rochester vann Gísli Einar að rannsókn á höfuðlagi og tannbogum fyrirbura. Rannsókn hans var kosin áhugaverðasta rannsóknin innan tannréttinga- og bitfræðideildar Eastman Dental Center árið 2007 og hefur Gísli Einar kynnt hana á tannréttingaráðstefnum bæði hér heima og erlendis.
Árið 2007 hóf Gísli störf við tannréttingar á stofu Teits Jónssonar í Glerárgötu 34 og tók við rekstri hennar árið 2009. Hann er eini starfandi tannréttingasérfræðingurinn á Norðurlandi.
Gísli stundar virka endurmenntun og er meðlimur í Angle Society of Europe, American Association of Orthodontists, European Orthodontic Society og Tannlæknafélagi Íslands.
Sigrún María er líffræðingur og viðskiptafræðingur að mennt og starfar í hlutastarfi á stofunni við bókhald og launavinnslu. Hún leysir einnig af í móttöku og aðstoðar á klíník þegar þörf er á.
Opnunartímar: