Nammi - sérstaklega ekki hart nammi og einnig það sem festist í tönnum, t.d. karamellur, kúlur, hlaup og þess háttar. Með því að minnka nammi át á meðan á meðferð stendur eru meiri líkur á því að tennur og tannhold haldist heilbrigðar alla meðferðina.
Alls ekki bíta í sleikjó eða brjóstsykursmola.
Ekki bryðja ísmola.
Tyggjó má nota í hófi, forðastu þó að nota tyggjó í upphafi meðferðar.
Hnetur og poppkorn geta líka skemmt spangirnar.
Harðar pizzabrúnir eða brauðskorpur og kex geta skemmt spangir og losað frá tönnum.
Ekki naga eða bíta í blýanta, penna eða annað sem er hart. Ekki fikta í spöngunum með fingrunum.
Með því að forðast allt þetta eru minni líkur á því að spangirnar brotni og vírarnir aflagist og þ.a.l. minni þörf á kostnaðarsömum viðgerðum. Einnig eru meiri líkur á að tennur og tannhold haldist heilbrigt alla meðferðina ef minna er borðað af sælgæti.