Kostnaður og styrkur til tannréttinga

Kostnaður við tannréttingameðferð er breytilegur og fer eftir umfangi hennar.  Hvert tilfelli er metið fyrir sig og kostnaðaráætlun gefin.

Dæmi um kostnað:

  • Forréttingar með gómum, beisli, eða lausum tækjum ýmiskonar - 200-600 þús. kr.
  • Tannréttingameðferð með föstum tækjum (spöngum) á báða góma - 1100-1500 þús. kr.  Lengd meðferðar oft 1,5 - 2,5 ár
  • Tannréttingameðferð með föstum tækjum (spöngum) í annan góminn - 700-900 þús. kr.  Lengd meðferðar oft 1 - 2 ár
  • Meðferð með glærum skinnum, "ósýnilegar tannréttingar", Invisalign o.þ.h. - 300 - 1200 þús. kr.
  • Gagnataka og úrvinnsla í upphafi meðferðar (myndir og mát) - 80-100 þús. kr.
  • Eftirlitsheimsóknir (stillingar) vegna spanga á 4-6 vikna fresti út meðferðartímann - 15-45 þús. kr.
  • Spangir fjarlægðar, tennur hreinsaðar og stuðningstæki að lokinni meðferð - 150-160 þús. kr.
  • Lokagögn að meðferð lokinni - 45-60 þús kr.

Greiðslumöguleikar 
Staðgreiðsla - greiðsla er innt af hendi eftir hverja einstaka heimsókn.  Einnig er hægt að fá greiðsluseðil og birtist krafan þá í heimabanka viðkomandi með eindaga 15-30 dögum seinna.
Skipta greiðslum - skipta má greiðslu vegna upphafsgagna/uppsetningu tækja/brottnámi tækja í jafnar greiðslur, eða 40 þús á mánuði með greiðsluseðlum.  Einnig er hægt að nota þessa leið í þeim tilfellum þar sem Sjúkratryggingar taka ekki þátt í kostnaði eins og við gómplötu og beislismeðferðir.

Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta kostnaðar við tannréttingar. 

Fyrir meðferð með spangir í báða góma greiða Sjúkratryggingar styrk að upphæð 460 þús. kr. (frá janúar 2025), en fyrir meðferð með spangir í annan góminn greiðist styrkur að upphæð 310 þús. kr. (frá janúar 2025) Í þessum tilfellum er átt við meðferð sem krefst spanga á a.m.k. 10 fullorðinstennur. 

Skilyrði er að meðferð hefjist fyrir 21 árs aldur og viðkomandi hafi ekki áður fengið styrk vegna tannréttinga með föstum tækjum. 
Starfsfólk stofunnar sér um að fylla út rafræna umsókn um styrk til Sjúkratrygginga.

- Kafli V í reglugerð nr. 451/2013

Ef um alvarlegri tilvik er að ræða þá greiða Sjúkratryggingar Íslands 95% af þeim kostnaði sem hlýst af meðferð hjá tannréttingasérfræðingi.  Þetta eru t.d. tilfelli þar sem um klofin góm er að ræða, meðfædd tannvöntun er á framtannasvæði efri góms (og/eða þegar vöntun er á tveimur samliggjandi tönnum), eða í ákveðnum tilfellum þegar skurðaðgerð þarf til leiðréttingar á biti.
Kafli IV í reglugerð nr. 451/2013

Sjúkratryggingar taka ekki þátt í forréttingum nema að litlu leiti.  Til forréttinga teljast meðferðir sem eru framkvæmdar áður en allar fullorðinstennur eru komnar í munn - s.s. ýmsir gómar, beisli, o.þ.h.  Forréttingar vegna bitþvingunnar/krossbits eru endurgreiðsluhæfar frá Sjúkratryggingum. 

 Smellið hér til að skoða upplýsingasíðu Sjúkratrygginga Íslands um tannréttingar

Systkina afsláttur
Þegar annað systkini innan fjölskyldunnar hefur meðferð fær það 10% afslátt af öllum heimsóknum á meðan bæði systkinin eru í meðferð.

Í þeim tilfellum þar sem um er að ræða tvö heimili sem standa að barninu kjósum við að hafa samskipti vegna greiðslna við lögheimili barnsins.