Teitur Jónsson sérfræðingur

« 1 af 2 »
Teitur  hóf störf á Akureyrar 1976 að loknu sérnámi í tannréttingum í Oslo . Hann er í hópi fyrstu sérfræðinga í tannlæknastétt  á Íslandi og hefur nú starfað farsællega við tannréttingar í meira en þrjá áratugi. Á þessum tíma hafa þúsundir viðskiptavina komið á stofuna og því hefur nafn hans sterk tengsl við tannréttingar í hugum margra norðlendinga.

Teitur hóf kennslu við Háskóla Íslands 2000 og er nú dósent í tannréttingum við tannlæknadeild. Auk kennslunnar stundar hann rannsóknir og hefur birt vísindagreinar í virtustu tímaritum um tannréttingar. Samhliða kennslunni hélt Teitur áfram með stofuna og er nú í hlutastarfi þar, en frá sumrinu 2009 hefur reksturinn og umsjón sjúklinganna verið á vegum Gísla Einars.
Vefumsjón